Selja eiturlyf á Instagram

Það eina sem þarf til að verða sér úti um eiturlyf á netinu er að þekkja rétta hashtagg-ið.

Á Instagram geta notendur samskiptavefsins orðið sér úti um allt frá kannabis til MDMA og kókaíns og er jafnvel hægt að fá efnin send heim að dyrum. Á þetta sérstaklega við um neytendur í Bandaríkjunum en er sannarlega raunin víðar um heim.

Eiturlyfjasalarnir virðast álíta sig ósnertanlega að einhverju leyti en stór hluti þeirra sem selja eiturlyf á Instagram birta andlitsmyndir af sér með efnunum, verði, símanúmerum  og öðrum upplýsingum um hvernig megi hafa samband við þá. Margir nota þjónustu eins og Paypal eða fyrirframgreidd kort til viðskiptanna og senda með póstþjónustum á við FedEx og UPS til neytendanna.

Samkvæmt nýrri rannsókn frá DrugAbuse.com sýndu 35 prósent eiturlyfjasala á Instagram andlit sín á myndum af vörum sínum. 56 prósent þeirra tóku myndir af stórum bunkum af reiðufé sem þeir fengu fyrir hin ólöglegu viðskipti en eiturlyfjasalarnir voru með um 400 fylgjendur að meðaltali hver. Eiturlyfjasala hefur verið sýnileg á samfélagsmiðlum árum saman og hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla margoft. Í kjölfar lokunar á svarta markaðs síðunni Silk Road ákvað Instagram að setja upp varnarmúr gegn ólöglegum viðskiptum á samskiptavefnum. Þó nokkur hashtögg sem notuð voru til sölu á eiturlyfjum og skotvopnum voru útilokuð frá síðunni (svo sem badhashtag) og lýsti síðan því yfir að ef að kvartað væri yfir notanda vegna ólöglegra viðskipta yrðu myndir viðkomandi gerðar óaðgengilegar fólki undir 18 ára aldri. Eins og flestir ættu að geta séð er varnarmúrinn umtalaði áþekkari trégirðingu í mjaðmahæð og þó svo að sumir hafi spáð því að reglurnar yrðu upphafið á niðurlokum eiturlyfjabransans á Instagram varð raunin önnur.

Að fara út í eiturlyfjabrask á Instagram er auðvelt í framkvæmd og einfaldar neytendum aðgengi en er aftur á móti líklegt til að leiða til ákæru. Lögregluyfirvöld um allan heim nota samfélagsmiðla í auknum mæli og hafa Instagram-myndir margsinnis verið notaðar sem sönnunargögn gegn eiturlyfjahringjum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgölum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgölum.