Stofnandi Silk Road dæmdur

AFP

Ross Ulbricht var í gær fundinn sekur fjölmörgu ákæruatriði, þar á meðal peningaþvætti og sölu eiturlyfja og kláms á vefnum Silk Road sem hann átti og rak. 

Ulbricht, sem er þrítugur að aldri, var dæmdur sekur um öll sjö atriði ákærunnar í undirrétti í New York. Saksóknarar segja að eiturlyf hafi verið seld í meira en milljón skipti á Silkiveginum og að Ulbricht hafi haft um 18 milljónir Bandaríkjadala í Bitcoins upp úr krafsinu.

Verjendur hans halda því hins vegar fram að Ulbricht hafi verið látinn taka sökina á nánast öllu sem fram fór á vefnum þó svo hann hafi ekki starfað þar lengur er brotin áttu sér stað.

Samkvæmt BBC á eftir að kveða upp refsingu yfir Ulbricht en hann á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi fyrir brot sín.

Preet Bharara, yfirsaksóknari á Manhattan í New York, segir að dómurinn sendi skýr skilaboð um að nafnleysi á myrkum vefjum verji fólk ekki fyrir því að þurfa að svara til saka fyrir lögbrot.

Silkivegurinn var aðeins til í vefdjúpinu þangað til bandaríska alríkislögreglan, FBI, braut hana á bak aftur og handtók Ross William Ulbricht, einn stofnanda vefjarins. Ef menn vildu rápa um „eBay fíkniefnanna“, eins og Silkivegurinn var líka kallaður, þurftu þeir að komast inn á vefdjúpið með aðstoð Tor-vefsíðunnar, gjaldfrjálsrar síðu sem hönnuð var með það markmið í huga að koma í veg fyrir að unnt væri að hafa eftirlit með umferð á vefnum, segir í grein sem birt var í Morgunblaðinu í fyrra.

Gæti þurft að bera vitni

Stuðningsmenn Ross Ulbricht fyrir utan réttarsalinn í New York
Stuðningsmenn Ross Ulbricht fyrir utan réttarsalinn í New York AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert