Varar fólk við myndbandinu í Miss World

Tanja Ýr Ástþórsdóttir er á leið í keppnina um Miss ...
Tanja Ýr Ástþórsdóttir er á leið í keppnina um Miss World.

Tanja Ýr Ástþórsdóttir er á leið í keppnina Miss World sem haldin verður í Lundúnum 14. desember næstkomandi. Hún birti kynningarmyndband sitt á bloggsíðu sinni og í gríni varar hún fólk við.

„Ég hugsaði alveg út í það hvort ég ætti að þora að deila þessu myndbandi með lesendunum mínum eða ekki. En ég ákvað svo auðvitað að gera það. Ég bloggaði hér aðeins um þegar við vorum að taka myndbandið upp og sagði aðeins frá því. Að læra að tala fyrir framan myndavél er hægara sagt en gert og hvað þá á ensku. Þetta var mjög lærdómsríkt og líka rosalega skemmtilegt. Það erfiðasta við þetta er að hlusta á sig eftirá, sýna eigin rödd! Það fer einhver kjánahrollur í gegnum mig þegar að ég hlusta á sjálfan mig tala, en ég er farin að sætta mig við íslensku enskuna mína og langaði að deila þessu með ykkur. VARÚÐ haha…,“ sagði Tanja Ýr Ástþórsdóttir á bloggsíðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina