Brast í grát í viðtalinu

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir.

Björk Guðmundsdóttir opnaði sig um skilnaðinn við listamanninn Matthew Barney í persónulegu viðtali sem birtist á heimasíðu Pitchfork í gær. Björk og Barney slitu sambandinu árið 2013 en skilnaðurinn hefur greinilega tekið mikið á. Björk segir að flest lög nýjustu plötu hennar, Vulnicura, byggist á sambandi þeirra. 

Björk hélt aftur af tárunum þegar hún lýsti því fyrir blaðamanni Pitchfork að skilnaðurinn hefði verið „það sársaukafyllsta“ sem hún hefði nokkurn tíma upplifað.

„Það eina sem ég gat gert til að takast á við þetta [skilnaðinn] var að semja fyrir strengjahljóðfæri. Ég ákvað að gerast fiðlunörd og undirbúa allt fyrir 15 strengjahljóðfæri, taka þetta skrefinu lengra en ég hef gert áður,“ útskýrði Björk í viðtalinu.

Björk brast í grát þegar blaðamaður spurði hvort platan fjallaði um fjölskylduna og móðurhlutverkið.

„Það er virkilega erfitt fyrir mig að ræða þetta. Þetta er allt í textanum. Ég hef aldrei samið texta eins og þessa, þeir eru svo unglingalegir, svo einfaldir. Ég samdi þá með hraði. En svo varði ég löngum tíma í að fullkomna þá. Það eru svo mörg lög um [ástarsorg] til í heiminum vegna þess að tónlist er hið fullkomna form til að tjá eitthvað eins og þetta.“

Björk og Barney voru saman í um 10 ár og eiga eina dóttur. Viðtalið við Björk má lesa í heild sinni á heimasíðu Pitchfork.

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson