Að elska jörðina

Myndbandið minnir okkur að heimurinn er okkar allra.
Myndbandið minnir okkur að heimurinn er okkar allra. mynd/YouTube

Popp- og rokkstjörnur, með Bítilinn Paul McCartney í broddi fylkingar, hafa sent frá sér lag þar sem leiðtogar heims eru hvattir til að grípa til stórtækra aðgerða í loftlagsmálum. Lagið ber heitið „Love Song to the Earth“, sem útleggja mætti sem ástaróð eða mansöng til jarðarinnar.

Hulunni var svipt af tónsmíðinni í dag, þremur mánuðum áður en loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í París í Frakklandi, en markmið hennar er að ná samkomulagi til langs tíma til að draga úr hlýnun loftslags og losun gróðurhúsalofttegunda. 

Meðal annarra listamanna sem koma fram, eru Jon Bon Jovi, Sheryl Crow, Natasha Bedingfield og rapparinn Sean Paul.

Bedingfield segir boðskapinn snúast um að vekja fólk til umhugsunar, axla ábyrgð, passa upp á jörðina í stað þess að aðhafast ekki neitt. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ZSnOXbaXzfM" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það hentar þér best að vinna ein/n í dag því aðrir munu bara tefja þig. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það hentar þér best að vinna ein/n í dag því aðrir munu bara tefja þig. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Kathryn Hughes
3
Sigrún Elíasdóttir
4
Birgitta Haukdal
5
Freida McFadden