Lét bólfélagana skrifa undir þagnareið

Leikarinn Charlie Sheen.
Leikarinn Charlie Sheen. mbl.is/Cover Media

Charlile Sheen lét bólfélaga sína skrifa undir samkomulag áður en hann sængaði hjá þeim. Samkvæmt samningnum varðaði það allt að 100 þúsund dollara fjársekt að greina frá samskiptum þeirra við leikarann, vefmiðillinn InTouch birti afrit af samkomulaginu.

Fyrrverandi aðstoðarkona Sheen kom auk þess fram í útvarpsviðtali í gær þar sem hún lýsti því yfir að allir sem störfuðu fyrir leikarann hafi vitað af veikindum hans. Enn fremur segir hún líf Sheen hafa verið afar dapurt og hann hafi að mestu lokað sig af í einu herbergi þar sem hann neytti mikils magns eiturlyfja, auk þess sem vændiskonur voru tíðir gestir á heimili hans. Daily Mail greindi frá þessu.

„Hann býr í 20 milljón dollara húsi, en heldur sig bakvið luktar dyr í litlu herbergi.“

„Það er starfslið niðri tilbúið að hlýða skipunum hans, en hann fer sjaldan út.“

„Hann er frekar einmana, þetta er sorglegt líf.“

Þrátt fyrir að Sheen haldi því fram að hann hafi tjáð öllum bólfélögum sínum frá veikindunum hefur fjöldi kvenna stigið fram sem segja að hann hafi haldið greiningunni leyndri fyrir þeim. Vefmiðillinn Radar Online segir að nokkrar konur séu að undirbúa lögsókn á hendur leikarans fyrir að hafa ekki greint þeim frá upplýsingum um heilsufar sitt. 

Frétt mbl.is: Charlie Sheen: „Ég er með HIV“

Frétt mbl.is: Sheen kærður fyrir að leyna veikindum sínum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg