Loksins fékk Leo Óskarinn

DiCaprio nýtti tækifærið til að ræða hlýnun jarðar.
DiCaprio nýtti tækifærið til að ræða hlýnun jarðar. AFP

Það verður veisla á Austurvelli á morgun því Leonardo DiCaprio vann loksins Óskarsverðlaun. DiCaprio hafði fjórum sinnum áður hlotið tilnefningu til verðlaunanna, fyrst árið 1994.

Leonardo hlaut verðlaunin fyrir The Revenant og þakkaði hann sérstaklega samleikara sínum Tom Hardy og leikstjóranum Alejandro González Iñárritu en einnig öðrum sem gáfu honum tækifæri og kenndu honum á bransann í gegnum tíðina sem og foreldrum og vinum. 

Síðustu sekúndurnar nýtti hann hinsvegar til að tala um umhverfisvá.

„Loftslagsbreytingar eru raunverulegar og eru að eiga sér stað núna og eru alvarlegasta ógnin sem steðjar að okkur sem tegund,“ sagði Leonardo og hvatti til stuðnings við þá leiðtoga heimsins sem láta fjárhagssjónarmið ekki ráða för. „Ekki taka plánetunni sem gefnum hlut, ég tek þetta kvöld ekki sem gefnum hlut. Takk fyrir.“

Kvikmyndin Spotlight var verðlaunuð sem besta kvikmynd ársins og einnig fyrir handrit ársins. Flest verðlaun fékk hinsvegar Mad Max: Fury Road eða fimm verðlaun alls. Brie Larsson hlaut verðlaun fyrir bestan leik kvenna í aðalhlutverki og Alejandro G. Inárritu leikstjóri The Revenant hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn ársins. 

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson hlaut ekki Óskarinn en í þetta skiptið var það Ennio Morricone sem hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í The Hateful Eight. Morricone er 87 ára gamall og því elsti Óskarsverðlaunahafinn frá upphafi.

Hér að neðan má sjá heildarlista verðlaunahafa í þeirri röð sem þeir voru kynntir.

Handrit ársins: Tom McCarthy og John singer fyrir Spotlight.

Besta handritsaðlögunin: Charles Randolph og Adam McKay fyrir The Big Short.

Besta leikkona í aukahlutverki: Alicia Vikander fyrir hlutverk sitt í The Danish Girl.

Besta búningahönnun: Jenny Beavan fyrir Mad Max: Fury Road.

Besta leikmyndin: Colin Gibson og Lisa Thompson fyrir Mad Max: Fury Road.

Besta förðun og hárhönnun: Lesley Vanderwald, Ekla Wardega og Damian Martin fyrir Mad Max: Fury Road.

Besta kvikmyndatakan: Emmanuel Lubezki fyrir The Revenant.

Besta klippingin: Margaret Sixel fyrir Mad Max: Fury Road.

Besta hljóðklipping: Mark Mangini og David White fyrir Mad Max: Fury Road.

Besta hljóðblöndun: Christ Jenkins, Gregg Rudloff og Ben Osmo fyrir Mad Max: Fury Road.

Bestu tæknibrellur: Andrew Whitehurst, Paul Norris, Mark Ardington og Sara Bennett fyrir Ex Machina.

Besta teiknaða stuttmyndin: Gabriel Osorio og Pato Escala fyrir Bear Story.

Besta teiknimyndin: Pete Docter og Jonas Rivera fyrir Inside Out.

Besti leikari í aukahlutverki: Mark Rylance fyrir Bridge of Spies.

Besta stutta heimildarmyndin: Sharmeen Obaid-Chinoy fyrir A girl in the River.

Besta heimildarmyndin: Asif Kapadia og James Gay-Rees fyrir Amy.

Besta stuttmyndin: Benjamin Cleary og Serena Armitage fyrir Stutterer.

Besta kvikmyndin á erlendri tungu: László Nemes fyrir Son of Saul.

Besta tónlistin: Ennio Morricone fyrir The Hateful Eight.

Besta lagið: Jimmy Napes og Sam Smith fyrir „Writings on the Wall“ úr kvikmyndinni Spectre.

Besta leikstjórn: Alejandro G. Inárritu fyrir The Revenant.

Besta leikkona: Brie Larsson fyrir Room.

Besti leikari: Leonardo DiCaprio fyrir The Revenant.

Besta kvikmyndin: Michael Sugar, Steve Golin, Nicole Rocklin og Blye Pagon Faust fyrir Spotlight.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson