Páfi mættur á Instagram og setti met

Frans páfi er mættur á Instagram. Áður var páfinn kominn …
Frans páfi er mættur á Instagram. Áður var páfinn kominn á Twitter líka. AFP

Æðsi maður kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, fékk í gær aðgang að Instagram, en á innan við 12 klukkustundum voru fylgjendur hans á samskiptamiðlinum orðnir milljón talsins. Í dag eru fylgjendurnir orðnir 1,4 milljónir.

Undir fyrstu myndinni sem birtist skrifaði Frans „biðjið fyrir mér“ á níu mismunandi tungumálum, en á myndinni sést hann á bæn. Það skal þó tekið fram að ekki er um selfie mynd að ræða, þótt páfinn sjálfur sjáist á henni.

Síðan fyrsta myndin kom inn hefur Frans birt 3 aðrar myndir og eitt myndskeið. 

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BDIgGXqAQsq/" target="_blank">Pray for me Rezad por mí Pregate per me صلوا من أجلي Priez pour moi Módlcie się za mnie Rezem por mim Betet für mich Orate pro me</a>

A photo posted by Pope Francis (@franciscus) on Mar 19, 2016 at 4:24am PDT

Með innkomu sinni á samfélagsmiðilinn braut páfi fyrra metið yfir flesta fylgjendur á sem stystum tíma. Fyrra metið átti fótboltamaðurinn David Beckham, en fylgjendur hans urðu ekki ein milljón fyrr en eftir 24 klukkustundir.

Frans hitti í lok síðasta mánaðar Kevin Systrom, forstjóra Instagram, en þeir ræddu meðal annars um kraftinn sem felst í því að birta myndir og sameina þannig fólk með mismunandi menningu.

Páfinn er ekki alveg nýr á samskiptamiðlum, því hann heldur úti Twitter-aðgangi. Samkvæmt upplýsingum Páfagarðs er það þó ekki páfi sjálfur sem sér um að setja inn stöðufærslur og myndir, heldur sjá aðstoðarmenn páfa um það.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BDL7cFEAQgh/" target="_blank">Il Crocifisso, è la “cattedra di Dio”. El Crucifijo, es la “catedra de Dios”. Le Crucifié ; c’est la « Chaire de Dieu ». O Crucificado: é «a cátedra de Deus». The Crucifix; it is the “royal seat of God”. Der Gekreuzigte ist der „Lehrstuhl Gottes“</a>

A photo posted by Pope Francis (@franciscus) on Mar 20, 2016 at 12:21pm PDT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.