Tónleikarnir vekja heimsathygli

Frá tónleikunum í kvikuhólfi Þríhnúkagígs.
Frá tónleikunum í kvikuhólfi Þríhnúkagígs. Skjáskot/BBC

Fyrstu tónleikar heims sem haldnir eru inni í eldfjalli fóru fram hér á landi í gær þegar Chino Moreno, söngvari og gítarleikari rokksveitarinnar Deftones, tróð upp ofan í Þríhnúkagíg.

Tónleikarnir hafa vakið heimsathygli en breska ríkisútvarpið, BBC, var meðal annars á staðnum og fjallar ítarlega um tónleikana á vef sínum í dag.

Þá bauð BBC jafnframt upp á beina útsendingu frá Þríhnúkahíg á facebooksíðu sinni síðdegis í dag, en þar svaraði fréttakonan Chi Chi Izundu öllum helstu spurningum lesenda um tónleikana og Ísland.

Um var að ræða aukatónleikana Insi­de the Volcano en þeir voru hluti af Secret Solstice-tónlistar­hátíðinni.

Moreno spilaði tónlist sína órafmagnaða en íslenski tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hitaði upp fyrir hann.

Ein­ung­is tutt­ugu miðar voru í boði á þenn­an viðburð en þeir seld­ust upp á ör­fá­um dög­um, löngu áður en til­kynnt var hver myndi koma fram í eld­fjall­inu.

Tónleikagestir voru látnir síga rúmlega hundrað metra ofan í jörðina, þar sem tónleikarnir fóru fram, í kviku­hólfi Þríhnúkagígs, eins og sést í myndskeiði BBC.

Land­fræðing­ar töldu óhætt að hlusta á lif­andi tónlist í eld­fjall­inu þar sem Þríhnúkagíg­ur hef­ur ekki gosið í um fjög­ur þúsund ár. Það hafa verið haldn­ir tón­leik­ar ofan á eld­fjöll­um víðs veg­ar um heim en þetta voru fyrstu tón­leik­arn­ir sem fara fram inni í eld­fjall­i.

Frétt mbl.is: Moreno spilar ofan í Þríhnúkagíg

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson