Alríkislögreglan heimsótti Jolie

Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt.
Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt. AFP

Leikkonan Angelina Jolie og börnin hennar sex eru sögð hafa fengið heimsókn frá alríkislögreglunni á þriðjudaginn, en samkvæmt frétt slúðurmiðilsins TMZ eyddu útsendarar þremur klukkustundum með fjölskyldunni.

Samkvæmt frétt miðilsins var tilgangur heimsóknarinnar að leita upplýsinga til þess að ákvarða hvort ástæða sé til að hefja formlega rannsókn á Brad Pitt, sem gefið er að sök að hafa veist að syni sínum um borð í einkaþotu þeirra hjóna.

Þá halda heimildamenn miðilsins því einnig fram að útsendarar alríkislögreglunnar hafi viljað að Jolie og börnin lýstu atburðarásinni sem átti sér stað í flugvélinni skref fyrir skref. Þá eru þeir sagðir hafa eytt miklum tíma í að reyna að komast að nákvæmri staðsetningu flugvélarinnar þegar meint atvik átti sér stað.

Jolie var sögð sérlega samvinnufús, en einnig kemur fram í fréttinni að ólíklegt þyki að alríkislögreglan muni hefja formlega rannsókn á málinu.

Áður hefur verið greint frá því að alríkislögreglan muni að öllum líkindum ekki aðhafast frekar í málinu og að leikarinn verði að líklega ekki sóttur til saka vegna meintrar uppákomu.

Frétt mbl.is: Pitt verður ekki ákærður

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson