Jolie og Pitt komast að samkomulagi

Angelina Jolie, Brad Pitt og hluti barna þeirra, á meðan …
Angelina Jolie, Brad Pitt og hluti barna þeirra, á meðan allt lék í lyndi. AFP

Angelina Jolie og Brad Pitt eru sögð hafa komist að tímabundnu samkomulagi hvað varðar forræði yfir börnum þeirra sex.

Jolie hefur farið með forræði yfir börnunum síðan hún sótti um skilnað í haust, en Pitt hefur fengið að hitta þau undir eftirliti.

Á dögunum var síðan greint frá því að Pitt færi fram á sameiginlegt forræði.

Frétt mbl.is: Pitt fer fram á sameiginlegt forræði

Frétt mbl.is: Jolie neitar beiðni Pitt

Nú hefur verið greint frá því að leikararnir hafi komist að samkomulagi, en talsmaður Jolie sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að Jolie fari áfram með forræði yfir börnunum og Pitt þurfi enn um sinn að hitta þau undir eftirliti sérfræðinga.

„Börnin sex munu áfram vera í forsjá móður sinnar og munu halda áfram að hitta föður sinn undir eftirliti. Þetta hefur verið ákveðið af fagfólki og er talið vera börnunum fyrir bestu,“ segir meðal annars í orðsendingunni.

Eins og fram kemur í frétt Daily Mail greinir fjölmiðla á um hvort samkomulagið sé tímabundið, eða ekki. ET heldur því fram að samkomulagið sé ótímabundið og í gildi þar til annað verði ákveðið. Í frétt TMZ segir hins vegar að fyrirkomulagið sé tímabundið, og í gildi þar til barnaverndarnefnd hefur lokið rannsókn sinni á Jolie og Pitt.

Frétt mbl.is: Jolie einnig rannsökuð

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson