Katy Perry gerði meira en að kyssa stelpu

Katy Perry fékk trúarlegt uppeldi.
Katy Perry fékk trúarlegt uppeldi. mbl.is/AFP

Söngkonan Katy Perry sagði frá nýlega frá því að hún hafi gert meira en bara kyssa stelpu. Þar með ljóstraði hún upp sögunni á bak við lagið „I kissed a Girl“.

Hún segist nýta reynslu sína þegar kemur að því að semja popplög. „Ég kyssti stelpu og ég fílaði það. Í sannleika sagt gerði ég meira en það,“ sagði Perry. 

Perry fékk trúarlegt uppeldi þegar hún var ung og söng meðal annars í gospelkór. Þrátt fyrir trúarlegt uppeldið segir hún sig hafa vera meðvitaða um að kynhneigð væri ekki bara svart og hvítt. 

Katy Perry.
Katy Perry. mbl.is/AFP
mbl.is