Beint af flugvellinum í Kensington-höll

Meghan Markle ætlar ekki að missa af brúðkaupi ársins.
Meghan Markle ætlar ekki að missa af brúðkaupi ársins. Ljósmynd / skjáskot CNN

Leikkonan Meghan Markle er mætt til London sem þýðir að það styttist í brúðkaup ársins. En um fátt annað er skrifað í breskum fjölmiðlum en brúðkaup Pippu Middleton, litlu systir Katrínar hertogaynju, og James Matthews, en þau munu ganga í það heilaga um helgina. 

Markle fer í brúðkaupið með Harry Bretaprins og fékk hún frí frá tökum á lögfræðidramanu Suits til þess að vera viðstödd brúðkaupið. Samkvæmt E! Online lenti Markle á Heathrow á þriðjudaginn og var henni ekið beint í Kensington-höll. 

James Matthews og Pippa Middleton munu ganga í það heilaga ...
James Matthews og Pippa Middleton munu ganga í það heilaga um helgina.
mbl.is