Allt byrjaði á flóamarkaði

Friðrik og Mary ásamt börnum sínum.
Friðrik og Mary ásamt börnum sínum. mbl.is/AFP

Það er fátt danskara en flóamarkaður og að sjálfsögðu leikur flóamarkaður stórt hlutverk í því að hin ástralska Mary féll fyrir Friðrik krónprinsi Danmerkur. Flóamarkaðurinn var þó ekki í Kaupmannahöfn heldur í Sydney. 

Ekstra Bladet greinir frá því að þetta komi fram í bókinni Under Bjælken sem er að koma út og fjallar um líf krónprinsins. Í bókinni lýsir Mary hvernig þau Friðrik kynntust í Sydney árið 2000. 

Vitað var að hjónin kynntust í Sydney árið 2000 meðan á Ólympíuleikunum stóð. Það var hins vegar ekki nákvæmlega vitað hvernig þau komust í kynni við hvort annað. Mary segir í bókinni að allt hafi byrjað hjá spákonu á flóamarkaði í Sydney.

Þetta hljómar allt eins og í ævintýri enda lifir hin verðandi drottning örugglega ævintýralegu prinsessulífi. 

Krónprinsinn og prinsessan lifa konunglegu lífi.
Krónprinsinn og prinsessan lifa konunglegu lífi. mbl.is/AFP
mbl.is