Þvertekur fyrir að hafa átt í sambandi við Pitt

Kate Hudson segist ekki hafa hitt Brad Pitt í fjögur ...
Kate Hudson segist ekki hafa hitt Brad Pitt í fjögur ár. Samsett mynd

Fyrir ári bárust fréttir af ástarsambandi leikaranna Brad Pitt og Kate Hudson. Leikkonan segir þetta bull og vilteysu. 

People greinir frá því að Hudson hafi þvertekið fyrir þetta í spjallþætti Andy Cohen, Watch What Happens Live. „Það var klikkaðasti orðrómur allra tíma,“ sagði Hudson um fréttirnar. „Það er ekkert til í þessu. Reyndar hef ég ekki séð hann í fjögur ár,“ sagði Hudson sem segist eiginlega hafa haft gaman af orðrómnum. 

Leikkonan hefur verið að hitta tónlistarmanninn Danny Fujikawa síðan í desember í fyrra en Brad Pitt heldur áfram að vera eftirsóttasti piparsveinninn í Hollywood. 

Kate Hudson.
Kate Hudson. mbl.is/AFP
mbl.is