Karlotta prinsessa fyrirsjáanleg

Katrín og Karlotta eru báðar hrifnar af bleiku.
Katrín og Karlotta eru báðar hrifnar af bleiku. mbl.is/AFP

Það er ekki hægt að segja að Karlotta prinsessa sé frumleg að minnst kosti ekki þegar kemur að uppáhaldslitnum hennar. Bleikur er í uppáhaldi hjá prinsessunni eins og hjá svo mörgum öðrum tveggja ára gömlum stelpum. 

Katrín hertogaynja, móðir Karlottu, sagði hinni sex ára gömlu Nevaeh Richardson-Natiko frá uppáhaldslit prinsessunnar þegar hún heimsótti Hornsey Road Children's Centre í Lundúnum í vikunni. Samkvæmt People sagði Richardson-Natiko hertogaynjunni að bleikur væri uppáhaldslitur sinn og sagði hertogaynjan þá að bleikur væri líka uppáhaldslitur dóttur sinnar. 

Katrín sem á von á sínu þriðja barni með Vilhjálmi Bretaprins er er sjálf hrifin að bleika litnum enda klæðist hún oft bleikum kjólum. Karlotta prinsessa fær einnig oft að klæðast uppáhaldslitnum sínum. 

Mæðgurnar báðar í bleiku.
Mæðgurnar báðar í bleiku. mbl.is/AFP
mbl.is