Sjáðu Jude Law í hlutverki Dumbledore

Jude Law birtist í hlutverki Dumbledore á hvíta tjaldinu á ...
Jude Law birtist í hlutverki Dumbledore á hvíta tjaldinu á næsta ári. mbl.is/AFP

Vinna við framhald af galdramyndinni Fantastic Beasts er í fullum gangi en framleiðslufyrirtækið Warner Bros tilkynnti fyrir stuttu að myndin bæri nafnið Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald. Myndin verður frumsýnd í nóvember á næsta ári. 

Persónur J.K. Rowling koma fyrir í myndunum og leikur Jude Law Albus Dumbeldore sem gegnir hlutverki skólameistara Hogwarts-skóla í Harry Potter-bókunum. Myndirnar gerast áður en Harry Potter kemur til sögunnar og því þarf Jude Law ekki að nota grátt gerviskegg enda Dumbledore tölvert yngri í nýju myndunum. 

Jude Law leikur Dumbledore á sínum yngri árum.
Jude Law leikur Dumbledore á sínum yngri árum. skjáskot/imdb
Persónur og leikendur í Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald.
Persónur og leikendur í Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald. Ljósmynd/Warner Bros
mbl.is