Brúðkaupsdagurinn tilkynntur

Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband þann ...
Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband þann 19. maí. mbl.is/AFP

Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í það heilaga laugardaginn 19. maí. BBC greinir frá því að Kensington-höll hafi tilkynnt þetta. 

Harry og Meghan tilkynntu trúlofun sína í lok nóvember og stuttu eftir það var tilkynnt að þau myndu gifta sig í kirkju heilags Georgs í maí á næsta ári. Mun brúðkaupið fara fram sama dag og úrslitaleikur í enska bikarnum en samkvæmt BBC er Harry vanur að mæta á leikinn.

Meghan Markle og Harry tilkynntu um trúlofun sína í lok ...
Meghan Markle og Harry tilkynntu um trúlofun sína í lok nóvember. mbl.is/AFP
mbl.is