Utopia-ferðalag Bjarkar mest spennandi

Mikil eftirvænting er fyrir tónleikaferðalagi Bjarkar sem hefst í sumar.
Mikil eftirvænting er fyrir tónleikaferðalagi Bjarkar sem hefst í sumar. Ljósmynd/Santiago Felipe

Blaðamaður BBC hefur valið Utopia-tónleikaferðalag Bjarkar sem einn af mest spennandi tónlistarviðburðum ársins 2018. Þar segir að tónleikar Bjarkar hafi þróast yfir í eins konar tónlistarlegar listainnsetningar.

Menningarblaðamaðurinn Arwa Haider spáir í því mest spennandi á komandi tónlistarári, svo sem væntanlegri plötuútgáfu, viðburðum og upprennandi hæfileikafólki.

Efst á blaði í þeim viðburðum sem Haider velur er tónleikaferðalag Bjarkar þar sem hún kemur til með að fylgja eftir plötunni Utopia og skrifar Haider að búast megi við því að þar verði tónlistarleg- og sjónræn upplifun tekin á næsta stig. Tónleikaferðalag Bjarkar hefst þann 27. maí á All Points East hátíðinni í London.

Aðrir viðburðir sem nefndir eru eru meðal annars Reputation tónleikaferðalag Taylor Swift og Joanne tónleikaferðalag Lady Gaga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes