„Kom mér út í þetta og þarf að bera ábyrgð“

Stefan Octavian Gheorghe er staddur þessa stundina í Las Vegas.
Stefan Octavian Gheorghe er staddur þessa stundina í Las Vegas.

Örlögin gripu í taumana rétt fyrir 20 ára afmælið þegar Stefan Octavian Gheorghe varð strandaglópur í Barcelona. Fyrir þann tíma hafði hann lifað hefðbundnu lífi eða svona næstum því. Í dag er hann fyrsta íslenska klámstjarnan og er stoltur af því. Sviðsnafnið hans er Charlie Keller.

Ef við spólum aðeins til baka þá varð Stefan þekktur á einni nóttu á Íslandi þegar hann kom fram í þætti Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur, leitin að upprunanum á Stöð 2. Með hjálp Sigrúnar Óskar fann Stefan blóðmóður sína en hann er ættaður frá Rúmeníu en var ættleiddur til Íslands árið 2000, þá þriggja ára gamall. 

„Það má segja að ég hafi orðið þekktur í þjóðfélaginu á sama tíma. Rétt áður en þátturinn, Leitin að upprunanum, var sýndur var það farið að fréttast að ég ynni sem klámmyndaleikari,“ segir Stefan en klámmyndaferilinn hóf hann í ágúst. 

„Ég var staddur í Barcelona með vini mínum. Við bókuðum sitthvorn flugmiðann heim og vorum því ekki samferða. Ég leit vitlaust á flugmiðann minn sem gerði það að verkum að ég var strandaglópur í Barcelona,“ segir hann. 

Stefan lét það ekkert á sig fá að vera strandaglópur í þessari spænsku borg heldur skellti sér á ströndina þar sem hann kynntist tveimur náungum. 

„Á ströndinni hitti ég strák sem er klámstjarna og framleiðanda sem vinnur fyrir fræg fyrirtæki í þessum branda í Evrópu. Við sem sagt kynnumst þarna á ströndinni og þannig byrjar þetta,“ segir hann og játar að þessi heimur hafi kitlað sig mikið. 

„Þeir buðu mér að fara út í klámið og var ég tregur til í byrjun en lét svo vaða. Það er mikið af peningum í þessu og mjög góð laun í boði,“ segir hann. 

Hver þarf ekki góð laun? Fyrsta verkefnið var í Prag og segir Stefan að það hafi tekið á. Fyrir það fyrsta hafi mótleikari hans ekki verið nægilega góður og hann var ekki ánægður með útkomuna. Hann fór því fram á að takan yrði ekki sýnd. 

„Ég vil fara alla leið og gera hlutina vel. Ég vissi að ef þessi fyrsta taka færi í loftið þá fengi ég ekki fleiri verkefni.“

Stefan segir að þetta hafi þróast þannig að hann hafi farið í fleiri og fleiri verkefni og svo hafi vinnan þróast út í það að hann sé að nú farinn að vinna fyrir fyrirtækið Staxus og er hans aðalstarf í dag fólgið í því að finna fyrirsætur fyrir verkefni. 

„Ég er sem sagt að leita að fólki í klámmyndir og geri fátt annað en að fljúga um heiminn. Ég bý eiginlega í ferðatösku þessa dagana enda glatað að vera með íbúð á leigu á Íslandi þegar ég er svona mikið á ferðinni,“ segir hann. 

Stefan játar að þessi heimur sé allt öðruvísi en hann grunaði. 

„Þetta er allt annar heimur. Þetta er allt feik. Í þessum klámmyndum er ekki stundað alvöru kynlíf. Margir hafa talað um að það fylgi þessum heimi mikið dóp og drykkja. Fyrirtækið sem ég vinn hjá er mjög öruggt og strangt. Þar er engin neysla og engin fíkniefni leyfð. Stjórnendur taka lyfjapróf reglulega á klámmyndaleikurunum. Svo er alltaf læknir í stúdíóinu og ég þurfti að fara í skóla áður en ég fór í mínar fyrstu tökur til að læra um mannslíkamann. Maður þarf að vita hvernig typpi virkar og þarf að vita allt um kynfæri. Þetta er heljarinnar ferli sem maður þarf að fara í gegnum.“

90% af fólkinu sem leikur í klámmyndum fyrirtækisins er gagnkynhneigt. Hann segir að það skipti máli að fólk í þessum bransa hafi sérstöðu og hann leggur áherslu á að fyrirtækið bjóði upp á meiri markaðssetningu fyrir hvern og einn. 

Síðustu vikur hefur Stefan dvalið á Íslandi í jólafríi. Hann segist í grunninn vera mikill vinnualki og segir að starfinu fylgi mikil keyrsla. 

„Ég vinn eins og brjálæðingur. Ég flýg út um allan heim. Ég vakna snemma á morgnana og reyni að hugsa vel um mig.“

Þegar Stefan er spurður að því hvort hann sé að mala gull segir hann svo vera. 

„Ég er bundinn trúnaði hvað launamál varðar en ég get sagt að ég fæ vel borgað.“

Hvert er markmið þitt fyrir 2018?

„Það er að stækka og efla fyrirtækið með þeim. Mitt markmið er að opna stúdíó í Nevada í Bandaríkjunum til að auðvelda allt ferlið því það eru svo margir sem búa á þessu svæði. Svo stefni ég að því að fá verðlaun á verðlaunaafhendingunni sem er í mars,“ segir hann. 

Þótt Stefan sé í grunninn óttalaus segist hann samt óttast kynsjúkdóma svolítið.

„Það sem hræðir mig mest eru kynsjúkdómar. Í dag er HIV ekki lífstíðardómur enda hægt að fá lyf við þeim sjúkdómi. Það er ekki þannig ótti, en stundum fæ ég pínu hnút í magann. Það kemur alveg fyrir að það sé rígur á milli okkar klámstjarnanna og framleiðandanna úti í Prag. Ég hef þó ekki lent í því að það sé svindlað á mér en stundum verð ég hræddur. En ég kom mér út í þetta og ég þarf því að bera ábyrgð á mér.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson