Tom Jones forríkur en sonurinn á götunni

Tom Jones vill sem minnst vita af öðrum syni sínum.
Tom Jones vill sem minnst vita af öðrum syni sínum. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Tom Jones seldi nýverið hús sitt á vel yfir hálfan milljarð. Á meðan er 29 ára gamall sonur hans, Jonathan Berkery eða Jon Jonas, heimilislaus og heldur til í athvarfi fyrir heimilislausa í New Jersey. 

Berkery hefur aldrei hitt blóðföður sinn, aldrei talað við hann eða fengið kveðju frá honum. Daily Mail greinir frá því að Berkery vonist þó til þess hitta tónlistarmanninn áður en það verður of seint en Jones er orðinn 77 ára.

Tom Jones var giftur Lindu Jones í tæp 60 ár eða þangað til hún dó árið 2016 og saman áttu þau einn son. Þrátt fyrir langlíft hjónaband var Jones ekki alltaf trúr eiginkonu sinni. Hann hefur sagst hafa sængað hjá allt að 250 aðdáendum á ári þegar frægð hans stóð sem hæst og var Berkery meðal annars ávöxtur þess. 

Þrátt fyrir vandræði Berkerys virðist faðir hans ekki líklegur til þess að hafa samband en hann viðurkenndi ekki opinberlega að hann ætti annað barn fyrr en árið 2008. Faðerni Berkerys var þó staðfest fyrir dómstólum tæpum 20 árum fyrr og greiddi Jones meðlag með honum til 18 ára aldurs.

mbl.is