Tom Petty lést eftir of stóran skammt verkjalyfja

Tom Petty lést í október.
Tom Petty lést í október. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Tom Petty, sem er sennilega þekktastur fyrir að hafa verið söngvari hljómsveitarinnar Tom Petty and The Heartbreakers og einn stofnenda Traveling Wilburys, lést eftir að hann tók óvart of stóran skammt af verkjalyfjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Petty, en hann lést í byrjun október á síðasta ári.

Þar segir að Petty hafi þjáðst af ýmiss konar veikindum og að hann hafi notað verkjalyf vegna þeirra. Umrætt kvöld hafi hann notað of stóran skammt slíkra lyfja.

Hann fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Malibu í Kaliforníu eftir að hafa fengið hjartaáfall, en endurlífgun bar ekki árangur.

Meðal þekktra laga Petty eru American Girl, Break­down, Free Fall­in', Le­arn­ing to Fly og Refu­gee. Með honum í hljómsveitinni Traveling Wilburys voru þeir Bob Dylan, Roy Orbison, Jeff Lynne og George Harrison, en hún er ein af hinum svokölluðu ofurhljómsveitum þar sem margir frægir listamenn koma saman.

mbl.is