Konur í sviðsljósinu á SAG-hátíðinni

Kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, sem er kolsvart gamandrama frá óskarsverðlaunahafanum Martin McDonagh, hlaut þrenn verðlaun á SAG-verðlaunahátíðinni (Screen Actors Guild Awards) í gærkvöldi. Konur voru í sviðsljósinu á hátíðinni og borið lof á þær konur sem hafa stigið fram og greint frá ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola.

Í myndinni segir frá Mildred Hayes, sem leikin er af Frances McDormand, fráskilinni móður sem misst hefur dóttur sína sjö mánuðum áður, en hún var myrt á hrottalegan hátt. Enn hefur lögreglu ekki tekist að leysa sakamálið.

McDormand hlaut verðlaun á hátíðinni fyrir leik í aðalhlutverki líkt og hún gerði á Golden Globe-hátíðinni fyrr í mánuðinum.

Myndin þykir nú líklegust, ásamt The Shape of Water, til þess að fá flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár en tilkynnt verður um þær á morgun.

Frances McDormand var valin besta leikkonan á hátíðinni í gærkvöldi.
Frances McDormand var valin besta leikkonan á hátíðinni í gærkvöldi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes