Fær 100 þúsund á dag

Lonnie Chavis leikur í sjónvarpsþáttunum This is Us.
Lonnie Chavis leikur í sjónvarpsþáttunum This is Us. AFP

Lonnie Chavis fékk verðlaun á SAG-verðlaunahátíðinni ásamt meðleikurum sínum í dramaþáttunum This is Us. Þrátt fyrri ungan aldur hefur Chavis notið mikillar velgengni og hefur nóg að gera í leiklistinni. 

Chavis sem er tíu ára fer með hlutverk Randalls á hans yngri árum í sjónvarpsþáttunum This is Us en það er leikarinn Sterling K. Brown sem leikur Randall í nútímanum. Chavis hefur leikið í fleiri þáttaröðum eins og White Famous og bráðum sést hann á stóra tjaldinu en hann leikur í væntanlegri mynd frá Disney, Magic Camp. 

Fyrir þetta fær hann að sjálfsögðu borgað og eru það engir smáaurar sem Chavis fær í laun fyrir leik sinn. Hann fékk rúmlega 1.000 dollara á dag eða rúmlega 100 þúsund íslenskra króna fyrir leik sinn í Disney-myndinni Magic Camp eins og TMZ greindi frá. 

Fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum fékk hann tíu þúsund dollara fyrir þátt en einn þáttur er venjulega tíu daga vinna og því hefur hann verið á svipuðu tímakaupi þar og hjá Disney. 

Eris Baker, Lonnie Chavis og Milo Ventimiglia úr This is …
Eris Baker, Lonnie Chavis og Milo Ventimiglia úr This is Us. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav