Drekamóðirin og Jon Snow á Íslandi

Emilia Clarke, eða drekamóðirin sjálf, er stödd á Íslandi.
Emilia Clarke, eða drekamóðirin sjálf, er stödd á Íslandi. AFP

Jon Snow og drekamóðirin Daenerys Targaryen, eða öllu heldur leikararnir Kit Harington og Emilia Clarke, eru mætt á klakann á ný. Tilefnið eru tökur á síðustu þáttaröðinni á Game of Thrones.

Frá þessu er greint á aðdáendasíðu þáttanna og vísað í Facebook-færslu aðdánda sem mætti þeim á flugvellinum. Þá hefur einnig verið staðfest að hárgreiðslumaður hafi fylgt Clarke til landsins.

Tökur standa nú yfir á áttundu og síðustu þáttaröðinni. Ekki er vitað hversu umfangsmiklar tökurnar verða hér á landi að þessu sinni. Ísland hefur áður verið sögusvið þáttanna en íslensku landslagi hefur brugðið fyrir í þáttaröð tvö, þrjú, fjögur og sjö.

Clarke og Harington fara með stór hlutverk í þáttunum svo ljóst er að Ísland muni spila ákveðna rullu í þáttunum. Ekki hefur verið tilkynnt hvenær áttunda þáttaröðin verður frumsýnd, en Maisie Williams sem fer með hlutverk Arya Stark, sagði í viðtali í fyrradag að stefnt er að því að hefja sýningar í apríl á næsta ári.  

Kit Harington, eða Jon Snow, er mættur til Íslands á …
Kit Harington, eða Jon Snow, er mættur til Íslands á ný.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren