Lag Gretu Salome ekki út fyrir Breta

Greta Salome var einn meðhöfunda lagsins Crazy sem tók þátt …
Greta Salome var einn meðhöfunda lagsins Crazy sem tók þátt í bresku undankeppninni fyrir Eurovision. Mynd/ Begga Svavars

Bretar völdu í kvöld framlag sitt til Eurovision-söngvakeppninnar. Tilkynnt var um valið á BBC í beinni útsendingu frá Brighton og verður það söngkonan SuRie sem mun fara með lagið Storm til Portúgal í maí.

Íslendingar munu því ekki eiga hlut í framlagi Breta þetta árið, en greint hefur verið frá því að Greta Salóme var meðhöf­und­ur lags sem keppti í und­an­keppninni í Bretlandi.

Lýsti Greta ferl­inu og aðdrag­and­um þannig að BBC hafi haft sam­band við sig í sept­em­ber og þeir hafi boðið nokkr­um laga­höf­und­um til Dan­merk­ur. Þeir höfðu þá valið rúm­lega 20 laga­höf­unda sem var boðið að koma sam­an og semja lög. „Okk­ar verk­efni var að semja stuðlag og þannig varð þetta lag til,“ sagði Greta, en þeir Emil Rosen­dal Lei og Sam­ir Salah Els­hafie eru meðhöf­und­ar hennar að laginu Crazy.

SuRie sem á breska framlagið, heitir réttu nafni Susanna og var lag hennar hlutskarpast í kosningu almennings og dómnefndar. Hefur BBC eftir söngkonunni að hún ætli sér að fagna með „einhverju freyðandi og röri“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes