Bekcham ætlar ekki á túr

Söngurinn er ekki í fyrsta sæti hjá Victoria Beckham.
Söngurinn er ekki í fyrsta sæti hjá Victoria Beckham. mbl.is/AFP

Fyrir rúmri viku upplýstu Kryddpíunnar að Spice Girls væru að vinna að nýju verkefni. Nú hefur fatahönnuðurinn og fína kryddið Victoria Beckham gefið það út að hún ætli sér ekki í tónleikaferðalag.

„Ég er ekki að fara á túr. Stelpurnar ætla ekki að fara á túr,“ sagði Beckham í samtali við Vouge á tískuvikunni í New York. 

Beckham sagði að það hafi verið gott að hitta vinkonur sínar aftur en þær höfðu ekki hist allar síðan árið 2012. Hún er þó alltaf í sambandi við þær þó að þær hittist ekki allar saman. 

Beckham vildi lítið greina frá því hvaða verkefni Kryddpíunnar væru að vinna að fyrst þær væru ekki að fara í tónleikaferðalag. Hún sagði að þær væru bara að kasta hugmyndum á milli sín og lagði áherslu á að fatahönnun ætti hug hennar allan. 

Kryddpíunnar árið 2012.
Kryddpíunnar árið 2012. AFP
mbl.is