Kryddpíurnar staðfesta endurkomu

Mynd af endurfundum Kryddpíanna sem birt var á Instagram í …
Mynd af endurfundum Kryddpíanna sem birt var á Instagram í gær.

Breska stúlknasveitin Spice Girls hefur staðfest að hún ætli að vinna að nýju verkefni. Konurnar fimm sem skipa sveitina hittust í vikunni í fyrsta sinn frá árinu 2012.

Sögusagnir um endurkomu Kryddpíanna Victoriu Beckham, Geri Horner, Emmu Bunton, Melanie Brown and Melanie Chisholm fóru á kreik eftir að mynd af þeim öllum saman birtist í vikunni. 

„Tíminn er nú réttur til að kanna einhver mögnuð ný tækifæri saman,“ segir í yfirlýsingu sem Spice Girls hafa nú gefið út.

Kryddpíurnar skutust upp á stjörnuhimininn með gríðarlegum hraða árið 1996 með lagi sínu Wannabe. Sex árum síðar skildi leiðir. 

Í yfirlýsingunni sem gefin hefur verið út segir að konurnar fimm hafi notið þess að hittast og rifja upp gamla tíma. „Við erum alltaf gagnteknar af þeirri athygli sem Spice Girls vekja um allan heim.“

Svo segir: „Við erum allar sammála um að margir spennandi möguleikar séu fyrir hendi sem muni fanga hinn upprunalega kjarna Spice Girls og á sama tíma munum við halda áfram að breiða út skilaboð um styrkingu kvenna til komandi kynslóða.“

Kryddpíurnar komu síðast saman á sviði á Ólympíuleikunum í London árið 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson