Bitist um arfinn

Laeticia Hallyday, Laura Smet og David Hallyday.
Laeticia Hallyday, Laura Smet og David Hallyday. AFP

Börn franska rokkarans Johnny Hallyday hafa höfðað dómsmál til þess að fá aðgang að hljómplötu sem hann vann að þegar hann lést en gefa á út fljótlega. Börn hans, Laura Smet og David Hallyday, eru afar ósátt við erfðaskrá tónlistarmannsins sem þau segja hafa verið breytt en samkvæmt henni erfir fjórða eiginkona hans, Laeticia, allt.

Upplýst var um hvað kæmi fram í erfðaskránni á mánudag og eru börnin mjög ósátt við að Laeticia, sem er 32 árum yngri en Hallyday, erfi allar hans eignir.

Heimili Hallyday.
Heimili Hallyday. AFP

Platan verður 51. hljóðversplata Hallyday sem oft hefur verið nefndur „Elvis Frakklands“. Stærsta hluta síðasta árs vann hann við upptökur á plötunni sem inniheldur 12 lög. Vinnslu hennar var ekki lokið þegar hann lést úr lungnakrabbameini í desember. 

Lögmaður Smet, Emmanuel Ravans, greindi frá því í dag að ástæða lögsóknarinnar væri að tryggja rétt þeirra sem afkomenda og að virðing fyrir efni tónlistarmannsins væri í heiðri höfð. Smet hafi unnið með pabba sínum að plötunni og henni væri annt um að þetta væri gert vel. Hún hafði hlustað með föður sínum á hráar upptökur í október en ekkert eftir það. 

Börnin hafa einnig krafist þess að eignir Hallyday, þar á meðal nokkrar lúxusíbúðir, verði frystar fram yfir málflutning 15. mars.

Smet segir að hún hafi bæði orðið höggdofa og sár þegar hún frétti að hvorki hún né hálfbróðir hennar, David, fengju arf eftir föður sinn. Allt færi til Laeticia og tveggja víetnamskra stúlkna sem hún ættleiddi með Hallyday.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes