Beckham ánægð með mömmutattúið

Brooklyn Beckham ásamt móður sinni, Victoriu Beckham, og mömmutattúinu.
Brooklyn Beckham ásamt móður sinni, Victoriu Beckham, og mömmutattúinu. skjáskot/Instagram

Foreldrar eru misánægðir með tattúáhuga afkvæma sinna. Svo virðist sem fatahönnuðurinn og fína kryddið Victoria Beckham sé hæstánægð með tattúsafn elsta sonar síns, Brooklyn Beckham, sérstaklega eftir nýjasta tattúið. 

Victoria birti nýverið mynd af þeim mæðginum þar sem nýja tattúið er í forgrunni en Brooklyn tileinkaði móður sinni tattúið. Lét hann flúra á sig hjarta með orðinu „Mum“ eða mamma í miðjunni. 

Brooklyn sem verður 19 ára eftir nokkrar vikur erfiði tattúáhugann frá föður sínum, David Beckham, og undafarið hefur hann verið iðinn við að fá sér tattú. 

Cheers to this man x another amazing one 🌷. @_dr_woo_

A post shared by bb (@brooklynbeckham) on Feb 11, 2018 at 1:41pm PST

mbl.is