Sænska prinsessan komin með nafn

Adrienne Svíaprinsessa.
Adrienne Svíaprinsessa. ljósmynd/kungahuset.se

Madeleine Svíaprins­essa og eiginmaður hennar Christoph­er O'­Neill eignuðust litla prinsessu í síðustu viku. Fékk prinsessan nafnið Adrienne Josephine Alice, þetta kemur fram á heimasíðu sænsku konungsfjölskyldunnar. 

Fyrir eiga þau Madeleine og hinn breski O'Neill tvö börn þau Leonore sem er fædd árið 2014 og  Nicolas sem fæddur er árið 2015.

Madeleine, Christopher O’Neill og elsta barnið Leonore.
Madeleine, Christopher O’Neill og elsta barnið Leonore. AFP
mbl.is