Ekki í fýlu út í Cynthiu Nixon

Kim Cattrall er að minnsta kosti ekki á móti framboði …
Kim Cattrall er að minnsta kosti ekki á móti framboði Cynthiu Nixon. Samsett mynd

Sex and the City-stjarnan Kim Cattrall virðist ekki vera í fýlu út í fyrrverandi samstarfsskonu sína Cynthiu Nixon, hún er að minnsta kosti ekki á móti framboði hennar til ríkisstjóra New York-ríkis. Ekki er víst að Cattrall hefði sýnt sama stuðningin ef Sarah Jessica Parker væri í framboði. 

Óvinskapur þeirra Cattrall og Parker hefur ekki farið fram hjá þeim sem fygljast með stjörnunum í Hollywood. Parker vildi meina að það væri Cattrall að kenna að þriðja Sex and the City-myndin varð ekki að veruleika. Cattrall leitaði opinberlega að bróður sínum fyrr á árinu sem seinna fannst látinn. Parker lýsti yfir stuðning sínum á samfélagsmiðlum en Cattrall lét hana hafa það óþvegið á Instagram. 

Cattrall var þó ekki að ausa lofi yfir Nixon á Twitter heldur sagðist einfaldlega styðja og virða rétt fyrrverandi samstarfsfélaga að taka sínar eigin ákvarðanir þegar kemur að starfsframa þeirra.  

Fjórða leikkonan úr Sex and the City, Kristina Davis var yfirlýsingaglaðari og skrifaði meðal annars á Twitter að enginn yrði betri ríkisstjóri en Nixon. 

Leikarar Sex and the City.
Leikarar Sex and the City. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes