Brutu konunglega reglu

Vilhjálmur og Katrín mættu í páskamessu.
Vilhjálmur og Katrín mættu í páskamessu. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja mættu til messu á páskadagsmorgun í kirkju heilgas Georgs í Windsor. Hjónin voru eitthvað sein fyrir og brutu konunglega reglu við komuna. 

Samkvæmt Hello er það konungleg regla að sýna drottningunni þá virðingu að mæta á undan henni. Hertogahjónin af Cambridge mættu of seint og Elísabet Englandsdrottning komin inn í krikjuna þegar hjónin mættu. 

Katrín byrjaði í fæðingarorlofi fyrir páska en hjónin eiga von á sínu þriðja barni nú í apríl. Brörnin þeirra, Georg og Karlotta, mættu ekki með foreldrum sínum í messuna og eins mættu þau Harry Bretaprins og unnusta hans, Meghan Markle, ekki. 

Vel var tekið á móti þeim Katrínu og Vilhjálmi þó ...
Vel var tekið á móti þeim Katrínu og Vilhjálmi þó svo þau væru sein fyrir. AFP
Elísabet Englandsdrottning gekk út úr kirkjunni á undan þeim Vilhjálmi ...
Elísabet Englandsdrottning gekk út úr kirkjunni á undan þeim Vilhjálmi og Katrínu. AFP
mbl.is