Nafnið hefur sérstaka þýðingu

Khloé Kardashian er orðin móðir.
Khloé Kardashian er orðin móðir. skjáskot/Instagram

Khloé Kardasian upplýsti í gær að hún og Tristan Thompson hefðu nefnt dóttur sína True Thompson. Móðir Khloé greindi síðan frá því að nafnið hefði sérstaka þýðingu í fjölskyldunni.

Nafnið kemur úr fjölskyldu Kris Jenner en afi hennar og þar með langalangaafi litlu True Thompson hét True Otis Houghton og faðir Jenner bar einnig millinafnið True. 

Einhverjum kann að þykja nafnið True sérstakt enda á þýðir orðið satt á íslensku. Það er þó afar ólíklegt að nafnið sé tengt meintu framhjáhaldi Tristan Thompson enda kemur nafnið úr fjölskyldunni auk þess sem Kardashian er sögð hafa valið nafnið áður en barnið fæddist. 

mbl.is