Heldur upp á tíu ára edrúafmæli

Rapparinn Marshall Mathers, betur þekktur sem Eminem, hefur verið í …
Rapparinn Marshall Mathers, betur þekktur sem Eminem, hefur verið í fráhaldi frá áfengi og vímuefnum í 10 ár. AFP

Rapparinn Marshall Mathers, betur þekktur sem Eminem, hélt upp á 10 ára edrúafmæli sitt um helgina. Á laugardaginn birti rapparinn mynd af gylltri mynt sem skartar áfangasigri hans. Eminem sem er 45 ára sýndi myntina með miklu stolti, en á henni var hin hefðbundni þríhyrningur sem táknar, eining, þjónusta og bati.

Aðdáendur hans fögnuðu með honum og sýndu honum stuðning. 

Mens Journal birti viðtal við rapparann þar sem hann lýsti ástandi sínu áður en hann hætti neyslu. „Ég var orðinn yfir 100 kg að þyngd þar sem lyfin sem ég var að taka voru að skemma í mér magann. Það eina sem virkaði fyrir mig í þessu ástandi var að borða yfir sársaukann,“ segir hann í viðtalinu. Árið 2007 tók hann of stóran skammt og endaði á spítala.

Í viðtalinu lýsir hann því hvernig fíknin hans fór yfir í það að hlaupa þegar hann hætti sjálfur fyrst. „Mín leið í byrjun edrúmennskunnar var að byrja að hlaupa. Ég þurfti að finna leið til að halda mér edrú.“

Í viðtalinu talar hann opinskátt um hvernig er að lifa með fíkn. Það var svo árið 2008 sem hann fór í meðferð og gekk inn í AA samtökin, þar sem hann náði að eigin sögn tökum á 12 spora kerfinu og fór þannig inn í heilbrigðara kerfi sem studdi við hann daglega á leið hans til þess að öðlast heilbrigt líf aftur. Hann fann jafnvægi þegar kom að æfingum í þessu ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes