Atriði Kýpur og Ísrael vekja athygli

Eleni Foureira á sviðinu á þriðjudagskvöld.
Eleni Foureira á sviðinu á þriðjudagskvöld. AFP

Framlög Ísraels og Kýpur í Eurovision þetta árið eru gríðarlega vinsæl ef eitthvað er að marka áhorfstölur á Youtube. Bæði löndin komust áfram í úrslitin sem fara fram á laugardag.

Rúmlega tvær milljónir hafa horft á flutning Nettu frá Ísrael frá því í Lissabon á þriðjudag. Hún flytur lagið „Toy“ og þykir sigurstrangleg.

Netta þykir sigurstrangleg.
Netta þykir sigurstrangleg. AFP

Fleiri hafa horft á Eleni Foureira frá Kýpur en lag hennar „Fuego“ hefur ekki verið jafn mikið í umræðunni um líklega sigurvegara. Áhorfendur á Youtube velta slíku lítið fyrir sér en 2,8 milljónir manna hafa horft á atriði hennar frá því á þriðjudag.

Tíu lög komust áfram í úrslit Eurovision á þriðjudag en í kvöld bætast tíu til viðbótar við þegar seinna undankvöldið fer fram. Auk þess eiga fimm lönd, Frakkland, Þýskaland, Bretland, Spánn og Ítalía, fast sæti í úrslitunum. Gestgjafarnir frá Portúgal verða svo að sjálfsögðu einnig meðal keppenda á úrslitakvöldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson