Unnu SACD-verðlaunin í Cannes

Halldóra og Benedik bregða á leik eftir að verðlaunin voru …
Halldóra og Benedik bregða á leik eftir að verðlaunin voru afhent. Ljósmynd/Aðsend

Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar kvikmyndarinnar Kona fer í stríð, unnu til SACD-verðlaunanna, sem eru veitt af samtökum handritshöfunda og tónskálda, fyrir myndina á Critic's Week, sem er hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Þar var myndin heimsfrumsýnd 12. maí.

Dómnefndin sem veitir SACD-verðlaunin er skipuð af kvikmyndagerðarfólki sem eru í stjórn SACD og fá handritshöfundarnir 5.000 evrur í verðlaun. Benedikt var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku, að því er kemur fram á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Kona fer í stríð segir frá kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar.

Myndin hefur hlotið góða dóma í hinum ýmsu virtu kvikmyndatímaritum og hefur frammistaða aðalleikkona myndarinnar, Halldóru Geirharðsdóttur, fengið sérstakt lof.

Myndin verður frumsýnd hérlendis þann 22. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson