Alec Baldwin segist geta sigrað Trump

Alec Baldwin í hlutverki Donald Trump hefur vakið lukku.
Alec Baldwin í hlutverki Donald Trump hefur vakið lukku. Getty

Leikarinn Alec Baldwin hefur vakið mikla athygli allt frá kosningunum í Bandaríkjunum haustið 2016 fyrir túlkun sína á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skemmtiþáttunum „Saturday Night Live“. Baldwin sagði í viðtali við bandaríska útvarpsmannin Howard Stern fyrir stuttu að ef ske kynni að hann byði sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna myndi hann án alls efa sigra núverandi forseta og túlkunarefni sitt Donald Trump.

„Ef ég biði mig fram myndi ég vinna. Ég myndi klárlega vinna.“ Sagði Baldwin nokkuð borubrattur. Baldwin sagði einnig að kosningaherferð hans yrði sú „fyndnasta, brjálæðislegasta og mest spennandi.“

Baldwin sagði að ef hann biði sig fram í umrætt embætti væri það til þess að gera hlutina skynsamlega og einfalda. „Það eru ótal margir hlutir sem landið þarf núna og eru svo augljósir.“

Óvíst er hvort eitthvað sé til í orðum Baldwin um að bjóða sig fram en það er þó víst að talsverður fjöldi Bandaríkjamanna kysi eftirhermu Baldwin fram yfir forsetann.

Leikarinn Alec Baldwin segist geta sigrað Donald Trump í forsetakosningum.
Leikarinn Alec Baldwin segist geta sigrað Donald Trump í forsetakosningum. AFP


mbl.is