Lætur einkaspæjara fylgjast með Scott

Travis Scott er vinsæll tónlistamaður um þessar mundir. Kylie Jenner ...
Travis Scott er vinsæll tónlistamaður um þessar mundir. Kylie Jenner er óörugg með kærastann. AFP

Kylie Jenner hefur ráðið einkaspæjara til að fylgjast með Travis Scott á tónleikaferðalagi hans um Evrópu. Sem kemur kannski ekki á óvart miðað við sögurnar sem fóru af stað á meðgöngu Jenner um meint framhjáhald Travis. Tónleikar Travis um Evrópu hefjast um miðjan júlí og munu standa yfir í mánuð.

The Hollywood Gossip greinir frá því að Jenner er óörugg með trygglindi Scott þessa dagana. Hún gerir sér grein fyrir því að freistingarnar eru margar fyrir vinsæla tónlistamenn, þá sér í lagi á tónleikaferðalögum. Eins er Jenner óörugg með líkama sinn eftir fæðinguna. Þó svo öllum finnist hún falleg er hún ennþá að berjast við að koma líkama sínum í fyrra horf. Dóttir Jenner og Scott, Stormi er fjögurra mánaða gömul.

Samkvæmt Radar Online virðist lítið traust í sambandinu. Heimildarmaður staðfestir að Jenner fylgist náið með Travis, skoði reglulega símann hans og hvað hann er að gera á samfélagsmiðlum.

Það er greinilega ekki tekið út með sældinni að vera í sambandi ef þú ert á meðal hinna frægu og vinsælu.

Blanco de Laurent @ysl

A post shared by flame (@travisscott) on Jun 7, 2018 at 12:00pm PDT

Our little rager !!!!

A post shared by flame (@travisscott) on Mar 3, 2018 at 10:37am PSTmbl.is