Upptekin af velferð barna

Melania Trump birti þessa mynd áður en hún tilkynnti áherslumál ...
Melania Trump birti þessa mynd áður en hún tilkynnti áherslumál sín sem forsetafrú á dögunum. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Bandaríska forsetafrúin, Melania Trump, sýndi nýja herferð sína „BE BEST í byrjun síðasta mánaðar þar sem hún vil leggja áherslu á heilbrigði bandarískra barna.

„BE BEST“-herferðin leggur áherslu á velferð barna með gildum á borð við heilbrigt líferni, virðingu og góðmennsku. Hún talar um hið illa sem kemur inn í líf bandarískra barna með þeim faraldri sem ópíumlyf eru í landinu sem og neikvæð áhrif netnotkunar á börn.  

Forsetafrúin leggur áherslu á að börnum sé kennt að nota samfélagsmiðla á uppbyggilegan hátt. 

Með þessari herferð tilkynnir hún áherslumál sín á komandi tímabili. Hún hvetur almenning til að fylgjast með verkefnum sínum á Instagram sem og öðrum samfélagsmiðlum sem hún heldur úti.

Fjölmiðlar veittu því athygli að forsetafrúin hvarf skyndilega frá sviðsljósinu eftir að hafa kynnt verkefni sín. En seinna kom í ljós að hún þurfti að fara í aðgerð á spítala vegna nýrna- vandamála.

Fjölmiðlar ytra halda áfram að velta fyrir sér raunverulegri ástæðu þess að forsetafrúin hvarf af sjónarsviðinu í þrjár vikur. Þá sér í lagi þar sem ekki var tilkynnt um aðgerðina fyrir fram og fréttatilkynningar frá Hvíta húsinu, sem og orðsendingar frá henni á samfélagsmiðlum, eru ekki í samræmi.mbl.is