„Aldrei segja aldrei“

Kim Kardashian á MetGala.
Kim Kardashian á MetGala. mbl.isAFP

Raunveruleikastjarnan, snyrtivöruhönnuðurinn og fyrirsætan Kim Kardashian sagði í viðtali við Van Jones á CNN um helgina að hún geti ekki sagt að hún ætli aldrei að snúa sér að stjórnmálum. Hún sagðist hafa mikinn áhuga á að vera lögfræðingur og að ef það væri ekki fyrir langt háskólanám myndi hún ekki hugsa sig tvisvar um. 

Jones sagði að allt væri mögulegt því Donald Trump væri forseti þá sagði Kim: „Ég veit, og það er ástæðan fyrir að Kanye elskar hann, hugmyndin um að allt getur gerst. Ég er samt ekki í framboði.“

Eiginmaður Kim, Kanye West, opinberaði ást sína á Donald Trump fyrr í vor og gerði marga adðáendur sína reiða. Kim hefur látið gott af sér leiða á síðustu vikum en hún hitti Donald Trump í lok maí. Þau ræddu um náðun hinnar 63 ára gömlu Alice Marie Johnsson en það varð að verðuleika stuttu seinna. 

Kim segist einbeita sér að því að hjálpa einni manneskju í einu og láta gott af sér leiða. Eiginmaður hennar er þekktur fyrir að fara hamförum á Twitter aðgangi sínum og eru skiptar skoðanir á framsetningu hans. Kim segist alltaf styðja við bakið á honum en segist þó ekki vera sammála öllu því sem hann setur fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes