Ljótasti hundur í heimi allur

Zsa Zsa í keppninni um ljótasta hund í heimi.
Zsa Zsa í keppninni um ljótasta hund í heimi. AFP

Enski bolabíturinn Zsa Zsa, sem krýnd var ljótasti hundur í heimi fyrir tveimur vikum, er dauð. Eigandi hennar segir að hún hafi ekki vitað til þess að heilsa hennar hafi ekki verið góð, en Zsa Zsa var níu ára gömul. Zsa Zsa var þekkt fyrir langa lafandi tungu og hafði tilhneigingu til að slefa. Í keppninni um ljótasta hund í heimi var hún með bleika ól og bleikt lakk á klónum.

Eigandi Zsa Zsa, Megan Brainard, sagði í viðtali við Today að hún væri enn þá í uppnámi yfir dauðsfalli hundsins. Zsa Zsa hafði verið í pössun hjá föður Brainard en hann fann hana í gærmorgun. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður en þú talar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður en þú talar.