Höfundur S-Town kærður

Höfundur S-Town kærður fyrir brot á friðhelgi einkalífsins.
Höfundur S-Town kærður fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. skjáskot/Podcasts

Fjölskylda John B. McLemore, sem var aðalumfjöllunarefni í hlaðvarpsþáttunum vinsælu S-Town, hefur kært höfund þáttanna, Brian Reed. S-Town fjallar um John B. McLemore og fjölskyldu hans og vini. Þættirnir komu út í mars 2017 og urðu strax geysivinsælir en búið er að niðurhala þáttunum yfir 80 milljón sinnum. McLemore lést árið 2015 og í þáttunum er ekki gefið upp hvort hann hafi gefið leyfi fyrir þáttunum eins og þeir urðu. Fjölskylda hans hefur því kært Reed fyrir gerð þættina og segja hann hafa brotið á friðhelgi einkalífs McLemore. 

Tildrög þess að McLemore hafi endað sem umfjöllunarefnið eru heldur óvenjuleg en hann hafði sjálfur samband við Reed. Hann vildi biðja Reed að rannsaka morðmál sem átti sér stað í bænum sem McLemore bjó í. McLemore og Reed ræddu svo saman í símann í marga klukkutíma og hafði Reed heimild til að taka upp samtöl þeirra. Upphaflega voru þeir í samskiptum svo Reed gæti rannsakað morðmálið, en hann varð heillaður af þeim manni sem McLemore hafði að geyma. Eftir dauða McLemore kláraði Reed því þættina sem snúast um líf og persónu John B. McLemore. 

Í samtölum Reed og McLemore biður sá síðarnefndi Reed að halda ákveðnum persónulegum upplýsingum um hann leyndum. Á einum tímapunkti í þáttunum brýtur Reed það loforð og deilir upplýsingum um kynhneigð McLemore ásamt öðrum upplýsingum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson