Georg prins orðinn fimm ára

Georg prins brosir út að eyrum enda orðinn fimm ára.
Georg prins brosir út að eyrum enda orðinn fimm ára. AFP

Georg prins varð fimm ára í dag. Foreldrar hans, Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja, birtu af því tilefni opinberlega nýja mynd af drengnum.

Á myndinni má sjá prinsinn unga brosa sínu blíðasta. Hún er tekin í garðinum við Clarence House sama dag og Lúðvík prins, litli bróðir Georgs, var skírður hinn 9. júlí.

Georg Alexander Lúðvík er elsta barn Katrínar og Vilhjálms. Hann fæddist 22. júlí árið 2013.


 

mbl.is