Lance Armstrong blóðugur eftir hjólaslys

Myndin sem Armstrong birti.
Myndin sem Armstrong birti. skjáskot/Instagram/lancearmstrong

Hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong var blóðugur eftir hjólaslys sem hann lenti í í Aspen í Colorado-ríki í Bandaríkjunum í gær. Armstrong birti mynd af sér á Instagram þar sem hann segist hafa dottið og ákveðið að fara til læknis til að láta athuga með sig. „Í þau 46 ár sem ég hef lifað fram að þessu hefði ég sleppt því að fara til læknis. En ekki núna.“ 

Hann segir einnig að þetta sé lítill heimur. Fyrir nokkrum vikum var hann staddur ásamt vinum sínum í Aspen-fjöllunum þar sem ókunnugur maður tók mynd af þeim. Armstrong náði ekki nafninu á manninum en skrifaði „myndina tók einhver gaur sem við hittum á toppinum en náðum ekki nafninu á.“ Sá hinn sami maður var læknirinn hans á bráðamóttökunni á sjúkrahúsinu sem hann fór á og þakkaði hann honum fyrir.

Well, sometimes you’re the hammer and sometimes you’re the nail! The Tom Blake trail (one of my faves) came up and tried to KO my ass today. Took quite the blow to the noggin’ so swung by the Aspen Valley Hospital (great facility!) to get my head checked. For the 46 yrs prior to today I completely would have blown off getting checked. Not now. Small world story - a few weeks back I posted a pic of @ghincapie, @mikekloser, and myself. Credit photo to “some dude at top of buttermilk”. Well, that ‘dude’ turned out to be @ajaxrider - the ER doc on duty today! Charlie, thanks for looking after me.

A post shared by Lance Armstrong (@lancearmstrong) on Aug 8, 2018 at 1:27pm PDT

mbl.is

Bloggað um fréttina