Verður Elba næsti Bond?

Breski leikarinn Idris Elba er án efa til í að …
Breski leikarinn Idris Elba er án efa til í að taka að sér a.m.k. eina Bond-mynd. AFP

Breski leikarinn Idris Elba hefur birt færslu á Twitter sem gefur mögulega til kynna að hann muni taka við sem næsti njósnari hennar hátignar, eða hinn eini sanni James Bond.

Hann birti færsluna aðeins nokkrum dögum eftir að einn af framleiðendum Bond-myndanna sagði að hann gæti alveg leikið spæjarann. Elba skrifar einfaldlega: „Ég heiti Elba. Idris Elba.“ Þetta er augljós vísun í það hvernig Bond kynnir sig í myndunum. „Ég heiti Bond. James Bond.“

Bond-aðdáendur taka þessu sem vísbendingu um hver muni taka við keflinu af Daniel Craig sem hefur leikið njósnarann í 12 ár, en hann hefur greint frá því að næsta Bond-mynd hans verði sú síðasta. 

Orðrómur um að Elba gæti tekið við sem Bond á rætur að rekja aftur til ársins 2014. Elba hefur hvorki staðfest né neitað þessum orðrómi. 

Elba, sem er 45 ára gamall, hefur reyndar sagt að hann sé of gamall til að leika Bond. Hann hefur aftur á móti aldrei þvertekið fyrir að taka hlutverkið að sér og talað um að honum líði eins og þjóðargersmi þegar hann er bendlaður við hlutverkið. 

Fyrr í þessari viku sagði Barbara Broccoli, aðalframleiðandi Bond-myndanna, að það væri tími til kominn að leikari sem væri ekki hvítur á hörund tæki hlutverkið að sér. 

Daniel Craig hefur leikið James Bond frá árinu 2006. Hann …
Daniel Craig hefur leikið James Bond frá árinu 2006. Hann hefur sagt að næsta Bond-mynd, sem er væntanleg á næsta ári, verði sú síðasta þar sem hann fer með hlutverkið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes