„Ekki láta mig deyja til einskis“

Bent ætlar að hlaupa 10 kílómetra.
Bent ætlar að hlaupa 10 kílómetra. sjáskot

Tónlistarmaðurinn Ágúst Bent Sigbertsson ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn næstkomandi. 

Bent hefur ekki hlaupið mikið ótilneyddur síðastliðin ár og telur hann því líklegt að hann muni deyja á laugardaginn. Hann biður fólk að heita á sig svo hann deyi ekki til einskis. Bent hleypur til styrktar Samhjálpar, en Samhjálp er góðgerðar- og hjálparstarf sem aðstoðar þá sem minna mega sín og hafa glímt við áfengis- og fíkniefnavanda.

skjáskot

Þegar þetta er skrifað hefur Bent safnað 10 þúsund krónum, en lifrin hans Bent lagði upphæðina inn með þeim skilaboðum að hann sé þreyttur. 

mbl.is