Trump hatar hunda

Donald Trump var ekki hrifinn af hundi fyrstu eiginkonu sinnar.
Donald Trump var ekki hrifinn af hundi fyrstu eiginkonu sinnar. AFP

Donald Trump forseti Bandaríkjanna er ekki hrifinn af hundum. Nýverið líkti hann fyrrverandi ráðgjafa í Hvíta húsinu, Omarosa Manigault Newman, við hund. Það er ekkert nýmæli að Trump líki andstæðingum sínum við dýr, en hann hefur meðal annars líkt fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, James Comey, og Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafa í Hvíta húsinu, við hunda.

Fyrsta eiginkona hans Ivana skrifaði í endurminningum sínum „Raising Trump“ að hann hafi ekki verið hrifinn af hundum. Hún ætlaði að flytja hundinn sinn með sér til New York, en Trump sagði nei við því. 

Þá er Trump fyrsti forsetinn til að eiga ekki hund síðan 1901. Þáverandi forseti, William McKinley, átti ekki hund, en hann átti hana og páfagauk. Í Hvíta húsi Trumps eru engin gæludýr.

Það er löng hefð fyrir því að forsetinn eigi hund. Fyrsti forseti Bandaríkjanna, George Washington, gaf tóninn hvað varðar gæludýraeign forsetans en hann ræktaði refahunda. Ronald Regan átti Rex, George H.W. Bush átti Millie, Bill Clinton átti Buddy, George W. Bush átti Spotty, Barney og Miss Beazly og Barack Obama átti Bo og Sunny. Til er bók skrifuð af Brooke Janis og Roy Rowan, sem fjallar um forsetahundana og ber hún nafnið „First Dogs“.

„Ef þig vantar vin í Washington, fáðu þér hund,“ er víðfræg setning sem tileinkuð er Harry S. Truman, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 

Barack Obama og dætur hans í göngutúr með hundinn Bo …
Barack Obama og dætur hans í göngutúr með hundinn Bo árið 2009. Jim Young
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes