Kenna Grande um lát Mac Miller

Ariana Grande hefur fengið að heyra það frá æstum aðdáendum ...
Ariana Grande hefur fengið að heyra það frá æstum aðdáendum fyrrverandi kærasta síns. AFP

Söngkonan Ariana Grande býður fylgjendum sínum á Instagram ekki að skrifa athugasemdir við mynd sem hún birti af fyrrverandi kærasta sínum, rapparanum Mac Miller, en hann lést á föstudaginn. Ástæðan er talin vera sú að æstir aðdáendur hans hafi kennt Grande um dauða hans. 

Í maí tilkynnti söngkonan að þau Miller væru hætt saman og fljótlega eftir það var hún byrjuð með grínistanum Pete Davidson. Í júní staðfesti Davidson að þau Grande væru trúlofuð. Samkvæmt ET voru því aðdáendur fljótir að kenna Grande um og láta hana heyra það á samfélagsmiðlum. „Þetta er þér að kenna“ og „Þetta er klikkað af því þú raunverulega drapst hann“ er meðal athugasemda sem hún hefur fengið að heyra.

Er Grande sögð vera niðurbrotin þrátt fyrir að þau Miller hafi verið hætt saman. Hún hafi viljað honum allt hið besta og sé uppnámi vegna andláts hans. 

View this post on Instagram

A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on Sep 8, 2018 at 2:28pm PDT

Rapparinn Mac Miller lést á föstudaginn.
Rapparinn Mac Miller lést á föstudaginn. AFP
mbl.is