Flippaður dans Magna vekur athygli

Magni og sonur hans í salsa-tilbrigðum í Undraveröld Kron by …
Magni og sonur hans í salsa-tilbrigðum í Undraveröld Kron by Kronkron í Hönnunarsafni Íslands. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Kron by Kronkron er sköpunarverk þeirra Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar. Magni sem er þekktur fyrir skemmtilega framkomu við alla þá sem heimsækja verslun þeirra reynist einnig þokkalegur dansari ef marka má Instagram þar sem hann dansar sig í gegnum Undraveröldina, sem þau hjónin hafa skapað í Hönnunarsafni Íslands. 

Magni og Hugrún ætla að ljúka sýningunni Undraveröld með lokaballi í kvöld þriðjudaginn 18. september í Hönnunarsafni Íslands. Ballið verður frá klukkan 20:00 til 22:00 og mun salsa-hljómsveitin Mabolitos leika sambland af uppáhaldssalsa-númerum hljómsveitarinnar ásamt frumsömdum latínukvæðum.

Magni og fjölskylda eru greinilega búin að reima á sig dansskóna og byrjuð að hita upp fyrir ballið. Hjónin segja að sýningin sé búin að vera mögnuð. Að alls konar fólk sé búið að koma og njóta með þeim. Skátar, stjórnmálafólk, konur, karlar og óskilgreindir svo eitthvað sé nefnt. „Sýningin er blanda af bilun og ástríðu. Okkur þætti ótrúlega vænt um að sjá sem flesta með okkur á ballinu í kvöld!“

View this post on Instagram

Jæja elsku VINIR við marg lofuðum að láta vita þegar allra seinasti séns væri komin til að sjá sýninguna okkar Undraveröld Kron by Kronkron ;) þetta er búið að vera allveg sérlega skemmtilegt :) hingað hafa komið í heimsókn ungir, eldri og svo aðeins eldri, karlar, konur og óskskylgreindir. Íþróttamenn, skátar, pólitíkusar og ópólitíkusar. Sumir hafa komið oftar en aðrir ;) en flestir eiga svipaða sögu að segja að þessa SÝNINGU megi engin missa af.... Hún sé bland af Bilun og Ástríðu. Í dag er loka dagur sýningarinnar opið er á venjulegum opnunar tíma Hönnunarsafnsins 12-17 fyrir þá sem ekki komast á LOKABALIÐ sem hefst klukkan 20 og lýkur klukkan 22. Okkur finnst vel við hæfi að loka þessu kafla á þessu ævintýri með geggjuðu SALSA balli bara svona vegna þess að við flest dönsum aðeins of lítið á þriðjudögum;) Mikið ofboðlega þætti okkur VÆNT um að sjá sem flesta í dansi með okkur á morgun í stórkostlegu umhverfi Undraveraldar Kron by Kronkron í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. 💃🕺💃🕺💃🕺 Risa knús frá okkur Magni + Hugrún

A post shared by Kron Store (@kronstore) on Sep 18, 2018 at 12:54am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka